Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 11. fundur – 12. ágúst 2020

12.08.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 12. ágúst 2020 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:10. Fundi slitið kl. 15:45.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Axel Grettisson sem fór af fundi kl. 14:10, Eva Hrund Einarsdóttir, Helgi Héðinsson sem fór af fundi kl. 15:00, Kristján Þór Magnússon sem fór af fundi kl. 15:20, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir sem fór af fundi kl. 15:30, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Katrín Sigurjónsdóttir, formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sat fundinn undir lið 1, Arnór Benónýsson, oddviti Þingeyjarsveitar, undir lið 2, Níels Guðmundsson undir lið 3 og Vigdís Rún Jónsdóttir undir lið 14.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     GáF og heimild stjórnar til að slíta félaginu.

Katrín Sigurjónsdóttir greinir frá stöðu mála innan félagsins.

Stjórn SSNE þakkar Katrínu fyrir gagnlegar upplýsingar og felur formanni að skrifa undir slit á félaginu. Forsenda undirskriftar er að allar fjárhagslegar skuldbindingar og uppgjör séu á ábyrgð AFE.

2.     Tilnefning í stjórn Aurora Observatory.

Arnór Benónýsson greinir frá stöðu mála innan félagsins. Fyrir liggur að SSNE þarf að skipa mann í stjórn Aurora Observatory.

Stjórn þakkar Arnóri fyrir upplýsingar og umræður. Stjórn SSNE samþykkir að skipa Arnór Benónýsson í stjórn Aurora Observatory fyrir hönd félagsins og felur framkvæmdastjóra að búa til erindisbréf vegna þess.

3.     Ársreikningur Eyþings 2019.

Níels Guðmundsson, endurskoðandi hjá Enor, fer yfir ársreikning Eyþings fyrir árið 2019 og svarar spurningum.

Stjórn SSNE samþykkir ársreikninginn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

4.     Endurskoðuð rekstraráætlun SSNE 2020.

Framkvæmdastjóri og verkefnastjóri fjármála og reksturs kynna endurskoðaða rekstraráætlun SSNE fyrir árið 2020.

Lagt fram til kynningar.

5.     Ársþing SSNE 2020.

Ársþing SSNE verður haldið 9. og 10. október og er stefnt að því að halda það í Eyjafjarðarsveit. Hins vegar er mikil óvissa uppi vegna Covid-19 og þarf mögulega að gera sérstakar ráðstafanir.

Ársþingið verður haldið 9. og 10. október og má gera ráð fyrir því að fundurinn verði fjarfundur séu sóttvarnarreglur þess eðlis. Stjórn samþykkir enn fremur að halda vinnufund miðvikudaginn 26. ágúst kl. 13:00 á Húsavík til að undirbúa ársþingið.

6.     Endurskoðun byggðaáætlunar.

Endurskoðun gildandi byggðaáætlunar hófst 11. júní og mikilvægt er að SSNE taki virkan þátt í því.

Stjórn SSNE telur mikilvægt að taka þátt í endurskoðun á gildandi byggðaáætlun og að hvetja sveitarstjórnarmenn sem og starfsmenn til að taka þátt í því samráði sem okkur er gefinn kostur á.

7.     Framtíðarskipan landshlutasamtaka.

Í gangi er vinna við framtíðarskipan landshlutasamtaka og drög að skýrslu liggur fyrir. Formaður og framkvæmdastjóri funda með formönnum og framkvæmdastjórum annarra landshlutasamtaka í næstu viku þar sem skýrsludrögin verða rædd.

8.     Verklagsreglur stjórnar.

Drög um verklagsreglur stjórnar lögð fram til umræðu.

Stjórn lýkur yfirferð verklagsreglna til samþykktar á vinnufundi sínum í ágúst.

9.     Áheyrnarfulltrúi í stjórn Markaðsstofu Norðurlands.

Lagt til að Hilda Jana Gísladóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórn MN í stað Axels Grettissonar.

Stjórn SSNE tilnefnir Hildu Jönu Gísladóttur sem áheyrnarfulltrúa í stjórn MN og Axel Grettisson til vara og felur framkvæmdastjóra að útbúa erindisbréf vegna þess.

10.    Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands.

Fulltrúi SSNE í stjórn MN fer yfir fundargerðir MN.

Hilda Jana Gísladóttir, áheyrnarfulltrúi SSNE í stjórn MN, fer yfir helstu störf stjórnar. Stjórn SSNE felur áheyrnarfulltrúa sínum í stjórn MN að skilgreina hlutverk fulltrúa samtakanna með það að markmiði að auka upplýsingagjöf, samstarf og slagkraft félaganna tveggja sín á milli sem og aðildarsveitarfélaga.

11.    Þátttaka í stafrænu ráði sveitarfélaga.

Tilnefning fulltrúa SSNE í stafrænt ráð sveitarfélaga.

Stjórn SSNE tilnefnir Elías Pétursson, bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem sinn fulltrúa í stafrænu ráði sveitarfélaga og felur framkvæmdastjóra að útbúa erindisbréf vegna þess.

12.    Staða rafmagnsmála á Norðurlandi eystra.

Stjórn SSNE óskar eftir upplýsingum frá RARIK og Landsneti um til hvaða ráðstafana hefur verið gripið vegna víðtæks rafmagnsleysis í vetur.

Stjórn SSNE óskar eftir því að fá kynningu á niðurstöðu óháðu úttektarinnar sem Landsnet hyggst láta vinna vegna víðtækra rafmagnstruflana þann 5. ágúst sl. sem og fyrirhuguðum aðgerðum til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, sé þess nokkur kostur.

Mikilvægt er að skilningur sé fyrir hendi á því hversu dýrir slíkur atburðir getur reynst atvinnulífinu.

13.    Efni til kynningar.

a)      Fundargerð 558. fundar stjórnar SASS frá 22. maí 2020.

b)      Fundargerð 56. fundar stjórnar SSNV frá 2. júní 2020.

c)      Fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. júní 2020.

d)      Bókun bæjarráðs Fjallabyggðar frá 26. maí 2020.

e)      Umsögn til ráðherra um hvort banna eða takmarka skuli fiskeldi í Eyjafirði.

f)       Umsögn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

14.    Önnur mál.

Rætt um styrki úr sóknaráætlun og uppbyggingarsjóði vegna verkefna sem fallið hafa niður eða tekið miklum breytingum af völdum Covid-19. Verkefnastjóri tekur málið til umræðu með úthlutunarnefndum.

Getum við bætt síðuna?