Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 7. fundur - 11. mars 2020

11.03.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 11. mars 2020 í Zoom fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:20.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Eva Hrund Einarsdóttir, Helga Helgadóttir,  Helgi Héðinsson, Kristján Þór Magnússon, fór af fundi kl. 14:12, Sigurður Þór Guðmundsson og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð. Fjarverandi var Axel Grettisson.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Starfsreglur stjórnar SSNE.

Formaður vekur athygli á því að gera þurfi starfsreglur fyrir stjórn SSNE sem lagðar verði fyrir aðalfund SSNE.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að gera tillögur að starfsreglum stjórnar SSNE og tillögur að breytingum á samþykktum SSNE í samræmi við umræður á fundinum.

2.     Ný nýsköpunarstefna og aðgerðir henni tengdar.

Formaður fór yfir fréttir um endurskoðun á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Framkvæmdastjóri greindi frá því að framkvæmdastjórar landshlutasamtanna hafi farið yfir þessi mál á fundi og sett saman hóp til að kynna sér hvert stefnir og hvaða aðkomu landshlutasamtökin geta haft til að stuðla að nýsköpun á landsbyggðinni í framtíðinni.  

Stjórn felur framkvæmdastjóra, í samstarfi við önnur landshlutasamtök, að vinna að hagsmunum landshlutans í þessum málum.

3.     Aðalfundur.

Fyrirhugað er að halda aðalfund SSNE fyrir lok apríl í samræmi við samþykktir félagsins.  

Stjórn felur framkvæmdastjóra að hefja undirbúning fyrir aðalfund í samræmi við umræður á fundinum.

4.     Staða verkefna.

Framkvæmdastjóri fór yfir framvindu helstu verkefna varðandi sameiningu félaganna en þau eru þessi: Gerð starfslýsinga fyrir starfsfólk og ráðningasamninga, útfærslur á myndmerki, heimasíðugerð og virkni Facebook. Rafræn sameining félaganna er í vinnslu og gengur vel.

5.     Listnám á háskólastigi.

Lagt fram til kynningar og framkvæmdastjóri mun fylgja því eftir. Menningarfulltrúi SSNE mun taka þátt í verkefninu og styðja við það.

6.     Önnur mál.

Rætt var um þingsályktanir og frumvörp sem berast frá nefndasviði Alþingis til umsagnar og mál sem sett eru fram til umsagnar/samráðs með tilliti til þess hvert hlutverk SSNE sé í því ferli.

Stjórn ákvað að taka málið upp á aðalfundi félagsins.

7.     Efni til kynningar.

a)     Fundargerð 58. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 16. janúar 2020.

b)    554. fundur stjórnar SASS haldinn 7. febrúar 2020.

c)     Fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2020.

d)    69. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 27. febrúar 2020.

e)     Frammistöðuskýrsla áhersluverkefnisins Ungt fólk og Eyþing frá febrúar 2020.

f)     1. tbl. Gluggans fréttabréfs HMS frá 10. febrúar 2020.

g)    Til samráðs mál nr. 32/2020, Reglugerð um héraðsskjalasöfn.

h)    Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga birt í samráðsgátt.

i)      Drög að lýsingu að gerð landgræðsluáætlunar birt í samráðsgátt.

j)      Ráðstefnan „Strandbúnaður“ verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 19.-20. mars 2020.

k)    Málþing um samspil náttúruverndar, samfélags og atvinnulífs verður haldið 19. mars 2020.

8.     Frá nefndasviði Alþingis.

a)     Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
         https://www.althingi.is/altext/150/s/0352.html

b)    Umsögn um frumvarp til laga um opinber fjármál (framlagning fjármálaáætlunar), 145. mál.
        https://www.althingi.is/altext/150/s/0145.html

c)     Umsögn um tillögu til þingsályktunar um kolefnismerkingu á kjötvörur og garðyrkjuafurðir til manneldis, 265. mál.
         https://www.althingi.is/altext/150/s/0293.html

d)    Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðarátak í landgræðslu, 365. mál.
        https://www.althingi.is/altext/150/s/0440.html

Getum við bætt síðuna?