Fara í efni

246. fundur stjórnar AFE

21.10.2020

fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Haldinn í fjarfundi á TEAMS miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 15:00.

Fundinn sátu: Katrín Sigurjónsdóttir, stjórnarformaður, Hilda Jana Gísladóttir varaformaður, Ásgeir Örn Blöndal, Finnur Yngvi Kristinsson og Valtýr Hreiðarsson.

Katrín Sigurjónsdóttir ritaði fundargerð.

Katrín setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Gengið var til eftirfarandi dagskrár:

1. Kosning slitastjórnar félagsins.

Í 10. gr. samþykkta AFE kemur fram að verði félagið lagt niður skuli um það gilda 95. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, slit byggðasamlags.

Þar segir að skipa skuli sérstaka skiptastjórn er gerir upp eignir félagsins og skuldir og slítur rekstri þess. Skiptastjórn skal kjörin af stjórn byggðasamlags.

Stjórnarformaður leggur til að skiptastjórn verði skipuð þeim Ásgeiri Erni Blöndal og Finni Yngva Kristinssyni, stjórnarmönnum AFE.

Stjórnin samþykkir ofangreinda tillögu samhljóða.

2. Önnur mál.

Stjórnarformaður greindi frá stöðu á lokafrágangi og uppgjöri AFE. Miðað við hvernig málin standa ætti að vera hægt að ljúka slitum félagsins á þessu ári.

Lénið eyjafjordur.is var í eigu AFE og eftir samráð við sveitarstjóra í Eyjafirði var samþykkt að halda í lénið og vista það hjá Eyjafjarðarsveit.

Búið er að slíta félaginu GáF ehf. sem AFE átti til helminga á móti AÞ. AFE hefur gert upp við AÞ samkvæmt skuldauppgjöri kr. 197.563 og er því málum sem varða GáF ehf. lokið.

Rætt var um ársþing SSNE en það hefst nk. föstudag kl. 10 og verður í fjarfundi.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 15:17.

Getum við bætt síðuna?