Fara í efni

Brothættar byggðir

Opið fyirr verkefnastyrki

Sem hluti af aðgerðum vegna veirufaraldurs hefur Alþingi samþykkt að veita aukalega 100 m.kr. til Brotthættra byggða á árinu 2020.

Nú er opið fyrir umsóknir í

Öxarfjörður í sókn - til 10.05.20
Betri Bakkafjörður - til 10.05.20
Glæðum Grímsey - til 15.05.20

Smellið á síður verkefnanna til að nálgast upplýsingar og eyðublöð.

 

Markmiðið með verkefninu Brothættum byggðum er m.a. að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra. Árið 2012 hófst tilraunaverkefni á Raufarhöfn sem hlaut heitið Raufarhöfn og framtíðin. Hugmyndin var frá upphafi sú að með þessu tilraunavverkefninu yrði til aðferð eða verklag sem hægt væri að nota á fleiri stöðum sem stæðu frammi fyrir svipuðum vanda.

Meginmarkmið verkefnisins var að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins. Verkefnið miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaganna til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Frá því tilraunaverkefnið hófst á Raufarhöfn hefur það vaxið og fleiri byggðalög víða um land komið inn sem þátttakendur.
Á Norðurlandi eystra hafa fimm byggðarlög tekið þátt. Tveimur af þeim er nú formlega lokið. Verkefninu Raufarhöfn og framtíðin lauk árið 2017 og verkefninu Hrísey, perla Eyjafjarðar sem hófst haustið 2015 lauk í byrjun árs 2020. Þrjú byggðarlög á Norðausturlandi eru virkir þátttakendur í verkefninu í dag. Verkefnin Glæðum Grímsey og Öxarfjörður í sókn hófust árið 2016 og hafa þau bæði verið framlengd um eitt ár. Verkefnið Betri Bakkafjörður hófst svo árið 2019.

 

Getum við bætt síðuna?