Fara í efni

Fundargerð – Stjórn Eyþings – 328. fundur – 18. desember 2019

18.12.2019

Fundur haldinn miðvikudaginn 18. desember 2019 í zoom fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl: 13:45. Fundi slitið kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Eva Hrund Einarsdóttir, Helgi Héðinsson, Helga Helgadóttir, Axel Grettisson, Sigurður Þór Guðmundsson í stað Elíasar Péturssonar, Kristján Þór Magnússon og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Fundargerð aðalfundar Eyþings.

Formaður fer yfir fundargerð aðalfundar Eyþings sem haldinn var í Dalvíkurbyggð 15. og 16. nóvember 2019.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að senda fundarmönnum fundargerð til yfirlestrar fyrir birtingu.

2.     Áhersluverkefni fyrir árið 2020.

Farið yfir þá vinnu sem framundan er vegna áhersluverkefna fyrir árið 2020.

Stjórn og framkvæmdastjóri vinna áfram að undirbúningi áhersluverkefna fyrir árið 2020.

3.     Bréf frá Gunnsteini Ólafssyni vegna úthlutunar úr Uppbyggingarsjóði.

Formaður fer yfir bréf frá Gunnsteini Ólafssyni, formanni Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði og listrænum stjórnanda Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði, frá 5. nóvember 2019. Gunnsteinn greinir frá því að vegna mistaka hafi hvorki verið sótt um styrk úr Uppbyggingarsjóði fyrir Þjóðlagahátíðina né Þjóðlagasetrið á Siglufirði og biður stjórn Eyþings að koma þessum menningarstofnunum til bjargar.

Erindinu er vísað undir vinnu við áhersluverkefni.

4.     Vinna við gerð nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.

Helgi Héðinsson fer yfir vinnu Capacent við gerð nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024.

Lagt fram til kynningar.

5.     Samningar Eyþings.

Framkvæmdastjóri kynnir fyrir stjórn gildandi samninga Eyþings.

Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram með framkvæmdastjórum AFE og AÞ.

6.     Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs.

Vigdís Rún Jónsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings, leggur til að úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs verði haldin í Mývatnssveit í byrjun febrúar 2020.

Stjórn samþykkir tillögu menningarfulltrúa.

7.     Viljayfirlýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.

Óskað er eftir tilnefningu frá Eyþingi í aðgerðahóp sem meðal annars er falið að gera tillögur að endurbótum á flugstöðinni.

Stjórn tilnefnir Þorvald Lúðvík Sigurjónsson í aðgerðahópinn fyrir hönd Eyþings.

8.     Efni til kynningar.

a)      Fundargerð 56. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 7. október 2019.

b)      64. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 28. nóvember 2019.

c)      65. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 11. desember 2019.

d)      Fundargerð 876. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. nóvember 2019.

e)      Fundargerð 50. fundar stjórnar SSNV frá 3. desember 2019.

f)       3. tbl. Gluggans, fréttabréfs Íbúðalánasjóðs, frá 25. nóvember 2019.

g)      1. tbl. Torgsins, fréttabréfs Skipulagsstofnunar, frá 26. nóvember 2019.

h)      Greinargerð um utanlandsflug til Akureyrar frá nóvember 2019.

i)       Ný umferðalög taka gildi um áramótin.

j)       Skýrsla samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framvindu stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.

  • Aðgerðaáætlun stefnumótandi byggðaáætlunar:

https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=28adccd5-c2a3-4c37-975a-e15b4df363db

k)      Ársskýrsla Urðarbrunns 2018.

9.     Frá nefndasviði Alþingis.

a)     Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0598.html https://www.althingi.is/altext/150/s/0599.html

b)      Umsögn um drög að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga sem birt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 9. desember 2019. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsóknum um drögin, eigi síðar en 6. janúar 2020.

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2562

Getum við bætt síðuna?