Fara í efni

Fundargerð – Stjórn Eyþings – 326. fundur – 23. október 2019.

23.10.2019

Fundur haldinn miðvikudaginn 23. október 2019 í zoom fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl: 13:00. Fundi slitið kl. 15:30.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Stefánsdóttir, Helgi Héðinsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Elías Pétursson, Kristján Þór Magnússon, Axel Grettisson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1. Stýrihópur um gerð nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.

Helgi Héðinsson, Sóley Björk Stefánsdóttir og Arnór Benónýsson hafa tekið sæti í stýrihópi um gerð nýrrar sóknaráætlunar. Tengiliður Eyþings vegna vinnunnar er Vigdís Rún Jónsdóttir.

2. Fulltrúi Eyþings í stjórn Brothættra byggða á Bakkafirði.

Stjórn tilnefnir Vigdísi Rún Jónsdóttur, verkefnastjóra menningarmála hjá Eyþingi, í stjórn Brothættra byggða á Bakkafirði.

3. Áheyrnarfulltrúi Eyþings í stjórn Markaðsstofu Norðurlands.

Formaður óskar eftir tilnefningu áheyrnarfulltrúa í stjórn Markaðsstofu Norðurlands.

Stjórn tilnefnir Axel Grettisson í stjórn Markaðsstofu Norðurlands í stað Hildu Jönu Gísladóttur formanns.

4. Fulltrúi Eyþings í verkefnastjórn Landsnets vegna Blöndulínu 3.

Stjórn tilnefnir Sóleyju Björk Stefánsdóttur í verkefnastjórn Landsnets vegna Blöndulínu 3.

5. Beiðni Heiðrúnar Óladóttur, sem starfar í fagráði Uppbyggingarsjóðs, um lausn frá störfum.

Formaður fer yfir póst frá Heiðrúnu Óladóttur frá 10. október sl. þar sem Heiðrún óskar eftir lausn frá störfum í fagráði Uppbyggingarsjóðs.

Stjórn samþykkir beiðni Heiðrúnar Óladóttur um lausn frá störfum og Elías Pétursson kemur með tillögu að fulltrúa í hennar stað.

6. Vinna við gerð nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.

Helgi Héðinsson fór yfir vinnu við nýja sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 og næstu skref.

7. Styrkir úr Uppbyggingarsjóði 2019.

Á fundi menningarfulltrúa landshlutanna frá 15. maí sl. kom fram að auglýsa ætti styrki úr Uppbyggingarsjóði með hefðbundum hætti í ár þar sem verkefnið er lögbundið.

Lagt fram til kynningar.

8. Skipting grunnframlaga ríkisins til sóknaráætlana landshluta 2020-2024.

Formaður fer yfir minnisblað starfshóps til stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 9. september 2019 þar sem farið er yfir skiptingu grunnframlaga ríkisins til sóknaráætlana landshluta 2020-2024.

Stjórn Eyþings harmar að framlag ríkisins til sóknaráætlana landshlutanna lækki á milli ára og að fyrirhugað sé að skerða framlagið enn frekar næstu árin. Stjórn Eyþings skorar því á ríkisvaldið að draga ekki úr fjármagni til sóknaráætlana landshlutanna til framtíðar og draga þannig úr valdi heimamanna.

9. Viðauki við núgildandi samning um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.

Formaður fer yfir póst frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um viðauka við núgildandi samning sóknaráætlunar. Óskað er eftir afstöðu stjórnar um áframhaldandi árlegt framlag til Urðarbrunns menningarfélags.

Máli frestað.

10. Endurskipulagning Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Formaður fer yfir drög að samþykktum nýs félags.

Lagt fram til kynningar.

11. Fjármál Eyþings.

Formaður fer yfir stöðu fjármála hjá Eyþingi.

Lagt fram til kynningar.

12. Undirbúningur fyrir aðalfund Eyþings 15.-16. nóvember 2019.

Formaður fór yfir þá vinnu sem framundan er vegna aðalfundar Eyþings sem haldinn verður á Dalvík 15.-16. nóvember nk.

13. Efni til kynningar.

a)      60. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 26. september 2019.

b)      61. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 10. október 2019.

c)      Tilkynning frá lögreglunni í tilefni svindls með tölvupósti frá 26. september 2019.

d)      Fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. september 2019.

e)      Fundargerð 48. fundar stjórnar SSNV frá 24. september 2019.

f)       549. fundur stjórnar SASS frá 27. september 2019.

g)      Fundargerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar frá 8. október 2019.

h)      Fundargerð 55. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 2. september 2019.

i)       Skólaþing sveitarfélaga 2019 haldið 4. nóvember 2019 á Grand hóteli Reykjavík.

j)       Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um ívilnanir til nýfjárfestinga frá 9. október 2019.

k)      Mánaðarskýrsla Íbúðalánsjóðs um húsnæðismarkaðinn frá október 2019.

l)       Ráðstefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar: Nordregio Forum 2019 haldin 27. og 28. nóvemer 2019 í Hörpu.

m)   Norræn ráðstefna: The Working Conditions of Tomorrow – nýjar áskoranir á vinnumarkaði og vinnuumhverfi haldin 7. nóvember 2019 á Grand Hótel Reykjavík.

n)      Ársskýrsla loftgæða til ársins 2017.

14. Frá nefndasviði Alþingis.

a)      Umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbygginga háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0122.html

b)      Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0026.html

c)      Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (afurðastöðvar í kjötiðnaði), 12. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0012.html

d)      Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 í samráðsgátt stjórnvalda.

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1496

e)      Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í jarðamálum, 20. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0020.html

f)       Umsögn um tillögu til þingsályktunar um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar, 86. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0086.html

g)      Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum og búnaðarlögum (verðlagsnefnd búvara, undanþágur frá ákvæðum samkeppnislaga, verðjöfnunargjöld), 163. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0163.html

h)      Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001 (frysting olíuleitar), 117. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0117.html

i)       Umsögn um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0148.html

Getum við bætt síðuna?