Fara í efni
Ferðastyrkir - Menningarverkefni

Menningarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordisk kulturkontakt, stendur fyrir og sér um ýmsa styrki á sviði norræns menningarsamstarfs og norræna verkefna. 

Mobility Funding
er til að standa straum af ferðakostnaði fyrir stuttar ferðir (allt að 14 daga) ætluðum umsækjendum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem starfa við listir og menningu. Tilgangur ferðarinnar getur t.d. verið samstarf við annað listafólk á Norðurlöndunum eða Eystrasaltsríkjunum, þátttaka í sýningu, ráðstefnu, fundi, vinnustofu eða rannsókn.

Sjá nánar hér hvað er styrkhæft og hvað ekki: Mobility funding - Nordic Culture Point (nordiskkulturkontakt.org)

Norræna húsið býður uppá ráðgjöf varðandi alla styrki á vegum Nordisk kulturkontakt, vinsamlegast hafið samband við Kolbrúnu Ýri Einarsdóttur – kolbrun (at) nordichouse.is til að fá nánari upplýsingar.
Jafnframt er hægt að hafa samband beint við umsjónaraðila sjóðsins, Önnu Skogster anna.skogster (at) nordiskkulturkontakt.org

Umsóknarfrestur er fjórum sinnum á ári. 

Ferðastyrkir - Menningarverkefni