Fara í efni
Umsóknarfrestur styrkja úr Tónlistasjóði

Tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum til verkefna sem framkvæmd verða á tímabilinu 1. júlí – 31. desember 2021.

Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.Veittir eru styrkir til almennrar tónlistarstarfsemi og til kynningar og markaðsetningar á tónlist og tónlistarfólki. Styrkir úr Tónlistarsjóði skulu veittir til ákveðinna verkefna og að jafnaði ekki lengur en til eins árs í senn. Að jafnaði er hvorki gert ráð fyrir styrkveitingum til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, sem hljóta regluleg rekstrarframlög, né til verkefna eða viðburða sem þegar hafa átt sér stað.

Umsóknarfrestur rennur út 3. maí 2021 kl. 15.00 – ath. breyttan lokunartíma sjóðs.

Upplýsingar og umsóknargögn er að finna  umsóknarsíðu Rannís. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi.

Umsóknarfrestur styrkja úr Tónlistasjóði