Fara í efni
Fjallabyggð: Umsóknarfrestur: Fræðslu- og menningarmál

Bæjarráð Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum:

  • um styrki til menningarmála
  • um styrki til hátíðarhalda
  • um styrki til reksturs safna og setra
  • um styrki til fræðslumála
  • um styrki til félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts 2022

Einungis er hægt að sækja um rafrænt inn á vefsíðu Fjallabyggðar www.fjallabyggd.is - Rafræn Fjallabyggð.

Nota þarf rafræn skilríki við umsóknina.

Athugið að vista umsókn reglulega á meðan á vinnslu umsókna stendur og gætið að stærð viðhengja og mynda með umsóknum. Ekki er gert ráð fyrir stærri skjölum en 5MB. Við skil á rafrænni umsókn berst staðfesting til umsækjanda.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is eða hringja í síma 464-9100.

Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda

Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til fræðslumála

Reglur Fjallabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Leiðbeiningar:

Hafi umsækjandi ekki áður skráð sig á Rafrænni Fjallabyggð þarf að stofna nýjan aðgang með kennitölu viðkomandi einstaklings eða fyrirtækis og fá lykilorð sent í heimabanka umsækjanda. Þegar notandi hefur skráð sig inn smellir hann á „Umsóknir“. Undir málaflokknum „Fræðslumál“ og "Menningarmál" er smellt á viðeigandi umsókn. Eftir að umsókn hefur verið send er hægt að skoða hana á Rafrænni Fjallabyggð og fylgjast með stöðu á afgreiðslu málsins.

Umsókn skal berast ekki síðar en kl. 24:00 þann 28. október 2021. Einungis eru teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Fjallabyggðar kveða á um. Þeir aðilar sem fengið hafa styrk áður þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár.

 

Fjallabyggð: Umsóknarfrestur: Fræðslu- og menningarmál