Fara í efni
Byggðaráðstefnan 2021 – „Menntun án staðsetningar?“


Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitastjórnum og annarra sem áhuga hafa á byggðaþróun og menntamálum. Leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á menntamál.

Dagskrá byggðaráðstefnunnar (pdf-skjal)

Skráning á ráðstefnuna er á netfanginu katla@keahotels.is. Í skráningunni komi fram nafn, heimilisfang, stofnun/fyrirtæki og hvort óskað er eftir gistingu. Slóð á greiðslu á ráðstefnugjaldi og gistingu á Hótel Kötlu verður send þátttakendum í tölvupósti í framhaldinu.

Ráðstefnugjald er kr. 15.000, innifalið eru veitingar, ráðstefnugögn og fyrirtækjaheimsóknir.

Skráningarfrestur er til og með föstudagsins 22. október.

Ráðstefnunni verður streymt og slóðin send þátttakendum er nær dregur.

 

 

Byggðaráðstefnan 2021 – „Menntun án staðsetningar?“