Fara í efni

Umsagnir stjórnar

Nú er senn á enda fyrsta starfsár Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar (SSNE) eftir sameiningu þriggja minni félaga. Þrátt fyrir að heimsfaraldur hafi sannarlega sett strik í reikninginn, þá hefur þetta fyrsta starfsár SSNE farið langt fram úr mínum væntingum og er enginn efi í mínum huga að sameiningin var mikið heillaskref. Samstaða, kraftur og fagmennska hefur einkennt starf samtakanna á þessu fyrsta starfsári og hef ég mikla trú á því að starfið eigi eftir að eflast enn frekar á næstu árum. Þennan árangur má fyrst og fremst þakka öflugu starfsfólki, sem og samstöðu sveitarstjórnarmanna í landshlutanum.

Á Norðurlandi eystra eru ótal tækifæri til eflingar
atvinnulífs, menningar og mannlífs, þau tækifæri þurfum við sameiginlega að grípa og blása til áframhaldandi sóknar, svæðinu okkar og landinu öllu til heilla. 
  - Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE, desember 2020.