Fara í efni

Listagjöf til þjóðarinnar á aðventunni

Listagjöf til þjóðarinnar á aðventunni

Íbúum um allt land bauðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember sl. Listafólk í fremstu röð heimsótti fólk heim og flutti stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur gátu pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig var boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem gátu ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar.

Verkefnið var unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og kom í framhaldi af viðbragðsverkefni þeirra Listagjöf sem vakti mikla lukku í Reykjavíkurborg í byrjun nóvember. Á Norðurlandi eystra buðu 12 listamenn upp á alls 73 listagjafir sem fluttar voru um allan landshlutann. Til gamans má geta að nánast allar gjafirnar voru pantaðar og vonandi hafa þær lýst upp skammdegið hjá þeim sem fengu að njóta.

Getum við bætt síðuna?