Fara í efni

Kynning á framkvæmda- og fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Kynning á framkvæmda- og fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) standa fyrir Súpufundi atvinnulífsins miðvikudaginn 3. desember kl. 11.30 á Múlabergi, Hótel KEA.

Kynning á framkvæmda- og fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. Í hvað fara skattarnir? Hvað fáum við fyrir peningana?

Á fundinum verður sagt frá starfsemi sveitarfélagsins og stærstu verkefnum næstu ára. Fundarstjóri verður Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, en Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, kynnir helstu þætti í fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins til næstu ára.

Súpa og létt spjall í afslöppuðu andrúmslofti. Öll áhugasöm eru hvött til að mæta, hlusta og taka þátt í umræðum.

Skráning fer fram hér.

Getum við bætt síðuna?