Fara í efni

Samstarf um sjálfbærni með Visit Faroe Islands

Samstarf um sjálfbærni með Visit Faroe Islands

Markaðsstofa Norðurlands vinnur nú með Visit Faroe Islands að verkefni sem snýst um að deila þekkingu um sjálfbærni á milli norðlenskra og færeyskra ferðaþjónustufyrirtækja. Hluti af verkefninu verður vinnustofa í Færeyjum 12.-15. september, en þangað verður farið í beinu flugi frá Akureyri. Þar geta fyrirtæki deilt sinni reynslu og þekkingu á ýmsum úrlausnarefnum, til dæmis því að koma betur á framfæri mat og hráefni úr héraði, mótun á sjálfbærnistefnu og aðgerðum, vottunum og fleiru.

Svæðin eru um margt lík og standa því frammi fyrir mörgum sambærilegum áskorunum. Fókusinn hefur þó verið ólíkur og því ýmislegt sem ferðaþjónustufyrirtæki svæðanna tveggja geta lært hvert af öðru. Auk þess sem mun sérfræðingur á sviði sjálfbærni í ferðaþjónustu halda erindi.

MN óskar eftir þátttöku samstarfsfyrirtækja í verkefninu og býður til kynningar á verkefninu kl. 14:00 miðvikudaginn 29. maí á Teams.

Verkefnið er styrkt af NATA.

Hér er hlekkur til að opna fundinn, sem hefst miðvikudaginn 29. maí kl 14

Getum við bætt síðuna?