Fara í efni

Hringrás og sjálfbærni

   • Grænir iðngarðar – Tækifæri fyrir Ísland  Íslandsstofa, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Landsvirkjun og Norðurþing unnu að samantekt og greiningu á tækifærum sem geta falist í þróun grænna iðngarða á Íslandi.

   • Grænni Byggð - Hringrásarhagkerfið og byggingaiðnaðurinn.

   • Leiðarvísir Festa við inn­leið­ingu á sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í dag­leg­an rekst­ur.

   • Hringrásarhagkerfið – Stjórnarráð Íslands 

   • Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Verkefnið er fjármagnað af Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og er þátttaka því stofnunum að kostnaðarlausu.

   • Loftlagsvænn landbúnaður samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), Skógræktarinnar og Landgræðslunnar er mjög öflugt verkefni í loftslagsmálum landbúnaðarins. 

   • Vefur Loftlagsráðs þar sem sjá má yfirlit helstu hugtaka í loftlagsmálum. 

   • Global covenant of mayors. Akureyrarbær er eitt þriggja sveitarfélaga á Íslandi sem hafa gerst aðilar að Global Covenant of Mayors for Climate & Energy (GCoM), sem er sameiginleg yfirlýsing borgarstjóra um heim allan um vilja sinn til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, styrkja viðnámsþol gegn loftslagsbreytingum, birta tölulegar upplýsingar um frammistöðu í loftslagsmálum og setja markmið um enn betri frammistöðu. 

   • Earth check er ætlað að skapa umhverfi vísindalegra staðla, vottunar og ráðgjafar fyrir ferðaþjónustu. Vestfjarðarstofa eru aðilar að þessum umhverfisvottunarsamtökum. 

   • Grólind - Heildaryfirlit um stöðu gróður- og jarðvegsauðlinda.