Fara í efni

Umhverfismál

Þegar Sóknaráætlun SSNE var gerð fyrir árin 2020-2024 komu Umhverfismál inn sem ein af þremur grunnstoðum áætlunarinnar ásamt Atvinnu og nýsköpun og Menningu. Í janúar 2021 skipaði stjórn SSNE umhverfisnefnd samsetta af ráðgjöfum af svæðinu til að vinna að málaflokknum. 

Ljóst er að það er að mörgu að hyggja en umhverfismálin eru stór málaflokkur og mikilvægt að mynduð sé heildstæð stefna varðandi málaflokkinn á svæðinu í takti við framtíðarsýn í atvinnumálum. 

Ef þú ert með ábendingu í þessum málaflokki þá er hægt að senda hana á ssne@ssne.is merkta Umhverfismál.