Fara í efni

Sóknaráætlun

Sóknaráætlanir landshluta eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í þeim koma fram stöðumat viðkomandi landshluta, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Í sóknaráætlunum landshluta skal mælt fyrir um svæðisbundnar áherslur sem taka mið af meginmarkmiðum byggðaáætlunar, landsskipulagsstefnu, skipulagsáætlunum, menningarstefnu og, eftir atvikum, annarri opinberri stefnumótun.

Sóknaráætlanir skulu að jafnaði ná yfir sama tímabil og byggðaáætlun. Landshlutasamtök sveitarfélaga skulu vinna sóknaráætlanir hver á sínu starfssvæði og bera ábyrgð á framkvæmd þeirra. Stýrihópur Stjórnarráðsins styður landshlutasamtök sveitarfélaga við gerð sóknaráætlana og samninga milli landshlutasamtaka sveitarfélaga og ráðuneyta.

Sóknaráætlanir eru unnar í samvinnu við samráðsvettvang viðkomandi landshluta sem er samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkisstofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags og annarra haghafa í hverjum landshluta.

Málaflokkar

Sóknaráætlun Norðurlands eystra er framtíðarsýn heimamanna á stöðu landshlutans árið 2024. Framtíðarsýnin dregur upp mynd af eftirsóknarverðri stöðu landshlutans í lok tímabilsins og þeim markmiðum sem stefnt er að í sóknaráætlun. Sóknaráætlunin skiptist í þrjá málaflokka.

 

 

 

  • Atvinna og nýsköpun, með áherslu á sterka inniviði, góðum samgöngum og nýskapandi atvinnulífi í sjálfbærum landshluta.
  • Menning, með auknu vægi fjölmenningar og listnáms sem og fjölgun starfa í listgreinum.
  • Umhverfismál, með aukinni vitund íbúa um umhverfi og neyslu í samfélagslega ábyrgum landshluta.

 

Samráðsvettvangur
SSNE óskar eftir fulltrúum í samráðsvettvang um mótun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega. Afar mikilvægt er að heyra raddir sem flestra og hvetjum við því ungt fólk og fólk af ólíkum uppruna sérstaklega til að gefa kost á sér.

Hér getur þú gefið kost á þér í samráðsvettvanginn


Hagnýtir hlekkir:

Sóknaráætlun SSNE     Aðgerðaáætlun sóknaráætlunar 2020-2024  Heimsmarkmiðin 

 Verkfærakista um heimsmarkmiðin fyrir fyrirtæki   Verkfærakista um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög

Samningur um sóknaráætlun 2020-2024 

Sóknaráætlanir landshluta - Greinargerð um framvindu samninga og ráðstöfun fjármuna 2020

Kynningarrit Sóknaráætlana landshluta - Einblöðungur

Tengdar fréttir