Fara í efni

Umsóknir

 

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2021.

Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi, miðvikudaginn 4. nóvember 2020.

Veittir eru þrenns konar styrkir:

  • Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • Verkefnastyrkir á sviði menningar
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Umsóknum skal skilað í rafrænni umsóknargátt Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.

Nauðsynlegt er að skráning í umsóknargátt sé á auðkenni umsækjanda. Umsóknir fyrir lögaðila þurfa að vera skráðar á kennitölu viðkomandi. Því er nauðsynlegt að sækja um á Íslykli eða rafrænum skilríkjum viðkomandi aðila.

Verklags- og úthlutunarreglur

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel verklagsreglur sjóðsins, og jafnframt er mikilvægt að kynna sér áherslur sóknaráætlunar. Í matsblaði má sjá eftir hvaða þáttum og viðmiðum umsóknir eru metnar.

** BREYTINGAR Á ÁÐUR AUGLÝSTUM VIÐVERUTÍMA  **

Þar sem almannvarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna Covid-19 verðum við að laga áður auglýstan viðverutíma vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð að nýjum aðstæðum.

Við verðum öll að gæta ítrustu varkárni og leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við veiruna. Þar er ein af megináherslunum að lágmarka samgang fólks á milli. Því bjóðum við nú rafræna aðstoð til allra þeirra sem hyggjast sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð en hægt er að bóka tíma hjá ráðgjöfum SSNE í gegnum tölvupóst eða í síma 464 5400. Opið er fyrir umsóknir til 4. nóvember og ekki er útilokað að við heimsækjum áður auglýsta staði áður en fresturinn rennur út, en til þess þarf neyðarstigi að vera aflétt.

Um leið og við þökkum skilning á þessum nauðsynlegu breytingum, viljum við hvetja ykkur öll sem hafið góðar hugmyndir í pokahorninu að hafa samband og bóka tíma til að fá hjálp við undirbúning eða frágang umsóknar.

Mörg áhugaverð verkefni hafa fengið styrk úr Uppbyggingarsjóði undanfarin ár og hér má sjá lista yfir þau. Verður þitt verkefni á listanum 2021?

 

Kynningarmyndband um umsóknarferlið

Gagnlegir tenglar

Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024

Verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs

Leiðbeiningar við gerð umsókna

Mat umsókna

Kostnaðargreining

Opna rafræna umsóknargátt

Framvindu- og lokaskýrsluform

Nánari upplýsingar veita

Ari Páll Pálsson

aripall@ssne.is

464 5412

Rebekka Kristín Garðarsdóttir

rebekka@ssne.is

464 5405

Vigdís Rún Jónsdóttir

vigdis@ssne.is

464 5404