Fara í efni

Umsóknir

 

Opnað verður fyrir umsóknir um styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra þann 4. október nk.

 

Veittir eru þrenns konar styrkir:

  • Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • Verkefnastyrkir á sviði menningar
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Umsóknum skal skilað í rafrænni umsóknargátt Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.

Nauðsynlegt er að skráning í umsóknargátt sé á auðkenni umsækjanda. Umsóknir fyrir lögaðila þurfa að vera skráðar á kennitölu viðkomandi. Því er nauðsynlegt að sækja um á Íslykli eða rafrænum skilríkjum viðkomandi aðila.

Verklags- og úthlutunarreglur

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel verklagsreglur sjóðsins, og jafnframt er mikilvægt að kynna sér áherslur sóknaráætlunar. Í matsblaði má sjá eftir hvaða þáttum og viðmiðum umsóknir eru metnar.

Nánari upplýsingar veita

Ari Páll Pálsson

aripall@ssne.is

464 5412

Rebekka Kristín Garðarsdóttir

rebekka@ssne.is

464 5405