Fara í efni

Menningarfulltrúi

Menningarfulltrúi sinnir þróun og ráðgjöf í menningarmálum og framfylgir þeirri stefnu sem kemur fram í sóknaráætlun Norðurlands eystra með það að markmiði að Norðurland eystra verði leiðandi á sviði menningar, lista og skapandi greina. Menningarfulltrúi veitir einnig ráðgjöf og upplýsingar varðandi menningarhluta Uppbyggingarsjóðs og fer yfir tæknileg atriði umsókna og kannar hvort þær eru gildar og leggur síðan fyrir úthlutunarnefnd. Þá fer hann yfir áfanga- og lokaskýrslur frá styrkþegum, heldur utan um samskipti við styrkþega og fylgir eftir framgangi verkefna sem hljóta styrk. 

Áhersla er lögð á:

  • Að vinna að eflingu samstarfs um menningarmál
  • Að starfa með og veita upplýsingar til menningarfulltrúa sveitarfélaga
  • Að stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í listum og menningu
  • Að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra á sviði lista og menningar
  • Að stuðla að jákvæðri þróun menningarstarfs á svæðinu m.a. með vinnu við þróunarverkefni og þátttöku í erlendu samstarfi

Menningarfulltrúi SSNE